16. desember 2006

Gæsir, endur og tiltektarandi.

Jæja búin að vinna klukkutíma lengur en ég ætlaði og búin að afkasta helling. Þá er ekki annað en fara heim og athuga hvort tiltektarandinn finnst á leiðinni.
Ég leyfi mér að fullyrða að það leynist ýmislegt í hrúgunni inni hjá mér sem ekki tilheyrir mér og sumir noti mitt svæði sem alsherjar ruslasvæði.
Svo ætlaði Sjúkraliðinn að fara í jólakortagerð í dag eða kvöld, ég veit ekki hvernig þessi kortafluga komst í kollinn á henni, ég talaði bara um föndur.

----------------------
Fékk upphringingu áðan og boðin önd í jólamatinn, hún er ekki á fæti en allt að því og ég sé fram á að þurfa að rifja upp handtökin við reytingum sem ég fékk nú aldrei háa einkun fyrir sem krakki.
Hvað sem því líður er fiðurfé í jólamatinn væntanlegt, bæði gæs og önd og í staðinn fyrir þann þjóðlega sið að safnast saman yfir laufabrauðsgerð er ég að hugsa um að safna fjölskyldunni saman yfir fiðurkút þar sem við getum æft reytingar í samhljómi jólanna.

Engin ummæli: