19. nóvember 2006

.....og snjórinn

-------------
Úti er snjór og ég er búinn að prófa fjórhjóladrifð á bílnum á rúntinum niður á Lindargötu. Ég fór allra minna ferða og leit með miklum hroka og yfirlæti niður á vesalingana sem spóluðu um á fólksbílunum sínum á sumardekkjunum. Ég hefði nú reyndar þurft að fara að koma mér af sumardekkjunum sjálf!
Svo fór ég út að moka snjó, það er gaman að moka snjó þegar það er ekki daglegur viðburður. Og mig langar til að fara út í snjóinn og moka meira, eða bara eitthvað en það bíða verk inni og í aukavinnunni.

_____________
Mér finnst það stórmerkilegt að ég skuli ekki geta skrifað lengri pistla en þennan hér á undan í einu.
Ég þurfti að klippa þessar tvær málsgreinnar af til að geta birt þetta á síðunni!
Ætli ég sé búin að tala of mikið síðustu tvö árin. Það bara getur ekki verið ég veit um fullt af fólki sem talar sko miklu meira en ég.

Engin ummæli: