19. nóvember 2006

Mýrin

Fór loksins að sjá Mýrina í bíó í gær, það er óskp notalegt að sitja í tómum sal í Háskólabíó. Tíu sýningar á laugardagskvöldi eru sennilega ekki vel sóttar amk ekki á mynd sem búið er að sýna bráðum í mánuð.
Myndin var góð og mér gekk ágættlega að sætta mig við flesta leikarana í hlutverkum sínum, það háir manni auðvitað að vera búinn að lesa allar bækurnar um þrenninguna og móta sér einhverjar hugmyndir um útlit og framkomu sögupersónanna. Þau eru ekki öll eins og maður sá þau fyrir sér við lesturinn.
Verst gekk mér að sætt mig við Ólavíu Hrönn í sínu hlutverki, ég var og er ennþá með ákveðna mynd í huganum af hennar persónu og Ólavía bara smellur ekki inn í það og nær ekki að breyta mínum hugmyndum eins og hinir leikararnir náðu þó að gera.
Svo hallast ég að því að vera sammála konunni sem kvartar undan útlendingadekri í myndinni. Hennar rökstuðningur er að atriðið sem gerist í Smiðshúsi þ.e. blámálaða flagnaða bárujárnshúsinu í rokrassi á hjara veraldar sé stílfært fyrir útlendinga, sviðaát Erlendar líka!
Þessi búskapur Elína á sér engan stoð í sögunni, þar bjó hún í stóru, fallegu einbýlishúsi með sérlega vel ræktuðm garði. Og það baksvið finnst mér eiginlega mun sterkara fyrir þennan harmleik sem rifjaður er upp í gegnum Elínu. Mun frekar en þetta storm-eyðibýla útlit sem þarna var sett upp.
Harmleikirnir, sorgin, óréttlætið og biturðin sem hún er fulltrúi fyrir kemur sterkara fram þegar andstæðu bakgrunnur er notaður. Þetta er svipað og að nota andstæðuliti í málverki.

Engin ummæli: