30. október 2006

Upptekin í vetur

Ég kíkti á gamalt póstfang sem ég nota lítið og sá að ég hafði fengið bréf. Í því stóð:

Spegill fortíðar - silfur framtíðarÍslensk strandmenning - staða hennar og framtíð

Íslenska vitafélagið stendur fyrir röð fyrirlestra veturinn 2006-2007, í samvinnu við Víkina–Sjóminjasafnið í Reykjavík.

Tilgangurinn er að efla vitund fólks um þann menningararf og auð sem við eigum við strendur landsins. Arf sem okkur ber að virða og getum verndað með því að nota hann til atvinnuuppbyggingar og nýsköpunar.

Til liðs við okkur höfum við fengið sérfróða einstaklinga, sem ýmist eru fræðimenn á sínu sviði og/eða eru frumkvöðlar í verndun og nýtingu strandmenningar. Einstaklingar sem eru öðrum fyrirmynd og til eftirbreytni.

Miðvikudagur 25. október
20:30 Minjar Baska við Íslandsstrendur: Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur.
21:00 Kaffihlé.
21:30 Að syngja með sjónum: Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður.

Miðvikudagur 29. nóvember
20:30 Kolkuós : höfn biskupsstólsins á Hólum í Hjaltadal: Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur
21:00 Kaffihlé.
21:30 Hornbjargsviti - við ystu nöf: Ævar Sigdórsson, Óvissuferðum.


(framhald hér fyrir neðan)

Engin ummæli: