12. september 2006

Veiðar

Ég kom við heima á leiðinni milli vinnustaða. Birgði mig upp af gulrótum og tyggjói og sprautaði vatni á geitungsræfil sem hafði brotist út úr prísundinni bak við rimlagardínurnar, skellti yfir hann glasi og hélt á honum út.
Gaf honum ekkert færi á að skríða upp úr glasinu og upp á hendina á mér á leiðinni út heldur gaf honum væna vatnsgusu í hvert skipti sem hann nálgaðist glasbrúnina.
Ég er ekki frá því að ég hafi fengið svolitla útrás við þetta.
Svei mér þá ef hann var ekki svolítið sviplíkur ferðafélaganum sem ég talaði við í símann í dag.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Þegar hefndarþorstinn grípur mig drep ég og ef geitungurinn er dauður er það ekki af mannavöldum.