Ég ætla að leggja mig og vakna svo klukkan eitt til að horfa á Magna.
Við íslendingar horfum á Magna en ekki Rock Star þáttinn sko. En ég ætla ekki að kjósa í nótt. Mér er eiginlega alveg sama þó strákurinn fari ekki lengra í þessum þætti.
Hlustaði annars á fróðlegt viðtal við einn meðlima Á móti sól í dag.
Hann er hálffúll yfir öllum þessum Magnasérfræðingum sem spretta fram núna og hafa gífurlegt vit á söngvaranum þó hann stórefist um að þeir hafi nokkurntíma hlustað á hann af neinu viti fyrr og t.d. aldrei komið á ball með hljómsveitinni.
Eitthvað minntist hann á það líka að sú fræga Dilana hefið fyrr í sumar brotið tvær rúður í slotinu en ekki þótt ástæða til að gera neitt með það í þáttunum. Athyglisvert hvað afstöðu áhorfenda er stjórnað með hvað er sýnt og hvað ekki í svona raunveruleikaþáttum.
1 ummæli:
Engin þáttur eins óraunverulegur og raunveruleikaþáttur.
Skrifa ummæli