Ferðafélaginn sem var búinn að lofa mér leiðsögn um óbyggðir um næstu helgi í staðin fyir fríið sem hann fékk fyrir rúmri viku sagði mér blákalt í símann áðan að hann væri að fara að þvælast um helgina á vegum vinnunar. Og þar næstu helgi líka.
Ég verð að viðurkennað að þetta fær mig til að hugsa með mér að ég hefði betur staðið á mínu um daginn og látið hann standa við sitt. Enda búin að fresta austurferð og gallblöðruaðgerð til að geta farið í auglýsta ferð.
Já mér finnst þetta frekar súrt! Það virðist vera lenska að lofa og lofa eitthvað út í loftið án þess að það hafi nokkra merkingu.
Verst að ég á eiginlega ekki 8.þús. kr. handbærar til að fara með FÍ í Emstrur í staðin.
Sjúkraliði hvað segir þú um málið?
1 ummæli:
Velkomin í kaffi klukkan sjö, en ekki vera þá mætt 6:20 eins og í morgun.
Skrifa ummæli