Í dag rignir þó það sé heiðskýrt. Það er ekki svona freistandi rigningarfjörugöngveður en ef ég verð framtakssöm og rösk í vinnunni væri auðvitað tími til að fara með hund og viðra hann og mig einhverstaðar, mig langar í göngutúr í Hraununum.
Á morgun er ég til í að ganga hvort sem rignir enn eða ekki, ég er ákveðin í að eiga frí frá öllum vinnum þá og svo þarf ég að vita hvort ég er að fara í göngutúr á morgun- eða kvöldvakt.
Svo er bara að bretta upp ermum á lopapeysunni í þeirri von að það fari að hlýna á skrifstofunni og drífa hlutina frá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli