16. september 2006

Leitarorð

Allavega var í umræðunni í kvöld hvort síðan hjá Sjúkraliðakennaranemanum væri opnuð 100 sinnum á dag þegar hún bloggaði um Guð, sex, Hlyn, Klepp og froska. Ég man ekki annars hvort þetta síðasta var talið upp. Ég var að hugsa um að gera tilraun og setja þetta allt hér inn. Ég minnist mjög sjaldan á Guð þar sem ég er meira farin að hallast að Óðni, Freyju, Þór og Frigg, er of mikilli púrítani til að tala mikið um sex, Hlynur er ekki á vinsældalistanum þar sem hann sendir mér aldrei sms, vinn ekki á Klepp og hef ekki haft áhuga á froskum. Ég hef nú samt tekið eftir því, þá sjaldan að ég skoða hverju fólk er að leita að þegar það fær síðuna mína á Goggle að lopapeysumunstur er vinsælt orð í þeirri leit. En ég held barast að ég hafi aldrei lent í þvi að fá 100 heimsóknir á dag á síðuna. Reyndar er þetta rólegheita síða þar sem ekkert mjög margir vita af henni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að því fleiri sem vissu af síðunni, því færri gæti ég baktalað og hef þess vegna ekki sagt nokkrum manni í vinnuni frá henni!
Nú er komið hér inn fullt af orðum til að Googla og af þvi ég er með tæki á síðunni sem sýnir mér hvaðan er komið og að hverju er leitað get ég gert þessa mjög svo vísindalegu könnun. Ætti ég að bæta einu orði við? Íslandi?
Hvað er svo fólk frá Venuzaela að vilja hér inn? Læra íslensu eða lesa um lopapeysuprjón?

Engin ummæli: