Við vinkonurnar spáðum og spekuleruðum í kvöld. Ræddum um daginn og veginn og fengum okkur sitt hvorn bjórinn á Litla ljóta andarunganum. Ég stóð fyrir ósómanum af því ég gat ómögulega neitað mér um hvítvín tvisvar í sömu vikunni og þegar ég var búin með skammtinn minn af hvítvíni og fingrafæði í boði fagfélagsins sendi ég sms á sjúkraliðann sem sjaldan segir nei þegar mér dettur einhver vitleysan í hug. Hún og Kennarinn komu með mér á kaffihús. Það er ágætt að fara af stað klukkan sex að kvöldi og vera farin heim að hygge sig fyri klukkan 10. Ég er nú ekki frá því að við vinkournar hefðum enst klukkutíma í vðbót ef Kennarinn hefði ekki verið þreyttur og með höfðuverk. Karlmenn með höfðuverk! Er þetta ekki kvenlegt sérkenni?
(enn er orðafjölda skammtari á blogger.com svo ég þarf að setja inn í tveimur hlutum!)
2 ummæli:
Hva, ekki er ég með svona orðaskammtara á mér, kannski af því skrifa svo sjaldan en mikið.
Ég er ekki að átta mig á því hvers vegna ég fæ upp error ef færslurnar ná ákveðinni stærð. Þessi ósköp byrjuð bara fyrir nokkrum mánuðum en það er segin saga að ef ég skipti þeim í tvennt renna þær inn á síðuna.
Kannski ætti ég að fara yfir stillingarnar, það gæti einhver hafa breytt þeim sem er orðinn leiður á málæðinu í mér.
Skrifa ummæli