17. september 2006

Ójafnvægi

Ég er í orkulegu ójafnvægi. Vaknaði í gærmorgun uppfull af orku og dreif mig og Sjúkraliðann út í göngutúr fór svo heim og djöflaðist í hinu og þessu sem þurfti að gera og seinnipartinn var ég búin af tanknum og hélt varla höfði. Fór samt út að hjóla í gærkvöld með Sjúkraliðanum því hún er komin með eftirsjá eftir sumri sem er að verða búið og hún átt eftir að njóta þess og gera svo margt. Ég kannast eitthvað við þetta.
Í morgun vaknaði ég svo óúthvíld og orkulaus.
Mér finnst þetta fjári fúlt.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Þú eyddir sko af vartanknum og varavaratanknum. Færðu ekki samviskubit?
Það er svo gaman þegar fólk fær samviskubit. Hvað sagði Láki jarðálfur hérna um árið. ,,Það er svo gaman að gera öðrum illt" og svo henti hann niður grautnum. Mér finnst það nú engin gífurleg skemdarverk- en hvað um það, mínar orkubirgðir geta sko klárast þó ég liggi í sófanum.
Ég verð á deild 12G.