Ég vaknaði rétt fyrir sex í morgun og dreif mig út að labba. Bara að fara nógu hratt í fötin og út svo maður nái ekki að skipta um skoðun. Það var veðurhljóð á glugganum mínum og í trjánum úti en það var frábært veður, hlýtt og hressandi rok.
Dagurinn byrjaði sem sagt vel en stefnir í að enda ekki eins vel, ég er komin með hálsbólgu og kvef og það er bara logandi sárt að kyngja. Skyldi maður fá að fara í því ástandið í svæfingu og aðgerð?
Skrambans.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli