3. september 2006

Helgin

Var handlangari húsfélagsins í gær þegar þakið á húsinu var grunnað. Kom mér undan vekum í dag og labbaði á Miðnesheiðinni. Ferlisganga nr. 1001 og farið í gegnum varnarsvæðið sem íslendingum hefur verið óheimill aðgangur að í áratugi.
Það var svolítið sérstakt að klöngrast í gegnum girðingar vanarsvæðisins og hugsa til þess að svo stór hluti af landinu skuli hafa verið bannsvæði fyrir íslendinga. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir sem misstu lönd sín í eignarnáminu fá þau aftur eftir að herinn er farinn þ.e. þeir sem ekki tóku við þessum smáaurum sem átti að borga fyrir.
Keyrði yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði fyrir rúmri viku og það verður að viðurkennast að mér fannst Miðnesheiðin varla standa undir nafni í samanburði við þær. En þar urðu þó sennilega fleiri úti en á hinum tveimur, sextíu menn á fjörutíu árum er ansi ríflegt.

Engin ummæli: