29. ágúst 2006

Hugmyndaflug

Ég hef of mikinn tíma til að láta mér detta of mikið í hug en of lítinn tíma til að framkvæma nema brot af því.
Nú ætla ég að heimsækja Kínafarann og skoða ,,skrappbækur" eða úrklippubækur eins og það heitir á íslensku. Ég er með einhvern helling af ferðasögum, jólum og áramótum sem er eftir að koma út úr tölvunni og í bók og svo eru eitthvað að þvælast fyrir mér hugmyndir að gjöfum á þessu formi.
Fór með trönurnar út í garð áðan til að nota góða veðrið eitthvað smávegis, þar er eitt stykki hálfklárað verk sem var verið að benda mér á að klára og gefa! Og einhverstarar er annað hálfklárað sem var hugsað sem gjöf í upphafi.
Ég þyrfti að klára þessar hugmyndir áður en ég byrja á næstu en er ekki að höndla það. Er reyndar búin að klára eina jólagjöf! Ég þarf bara að muna að geyma hana fram að jólum.
Svo þarf ég að ganga í dag!

Engin ummæli: