Þrátt fyrir hálsbólgu og lítilsháttar kvef var ég hitalaust og mátti fara og missa gallblöðruna. Fór í gærmorgun á LHS og komin heim í dag. Götótt, röndótt af joði og gangandi í keng en annars stálsleginn og berst við þá tilfinningu að ég hafi nú ekki verið neitt voðalega veik og til hvers ég hafi þá verið að fara í aðgerð. Bendi svo sjálfri mér á að heimilislæknirinn hafi haft rétt fyrir sér að gallsteinar hyrfu ekki og þetta gæti versnað svo að það þyrfti að skera hálfa síðuna úr til að komast að því.
Svo ég fór og kom heim aftur gallblöðrulaus og ætla að dunda mér með prjóna og latínumálfræði í sófahorninu næstu daga.
Annars er ég komin með nýja þráhyggju, mig langar í silkiband til að orkera úr og VERÐ að fara í Storkinn við fyrsta tækifæri og kaupa mér smávegis af því.
Svo vantar mig ráðningu á gátu sem hljóðar einhvernveginn svona Oreshus+ og Oreshus+, hvernig getur sú blanda myndað mótefni. Ég held ég verði að útvega mér spæjara með meinatæknimenntun. Tölvunarflubbinn þekkir einn, ég held ég athugi hvað hún hefur góð sambönd.
2 ummæli:
Sæl,
Gott að heyra að þú ert laus við gallsteinanna.
Ertu heima í marga daga?
Kannski við mægður náum þá að heimsækja þig víst þú ert kyrrsett.
gilla
Ég verð heima í dag, er hvorki í öku- né ganghæfu ásigkomulagi. Sov verið velkomnar mæðgur. Og sjúkraliði ég er nú ekki að skilja þig að taka partý fram yfir samverustund með mér. Hver veit nema ég væri til í að sitja fyrir....
Skrifa ummæli