20. júlí 2006

Veðurfréttir

Í gær hætti veðurvælið í vinnunni og vonandi á höfuðborgarsvæðinu öllu. Sólskin og blíða um allan bæ og allir hættir að kvarta (í bili)
Ég á að vera að vinna fram á kvöldin til að klára fyrir sumarfrí en nenni því ekki. fór í smá moldarrót þaðan í sund og tímdi svo ekki að fara að sofa á svona fallegu kvöldi svo ég rölti um Heiðmörkina fram að sólarlagi. Það var fallegt í gær sólarlagið.
Lagið inn beiðni fyrir fartölvu að láni í morgun svo ég geti unnið annarstaðar en á skrifstofunni í aukavinnunni í kvöld og annað kvöld ef veðrið verður svona áfram.
Langar í langa göngu um helgina. Tölvunarfræðingurinn stefnir á bívakferð á Snæfellsnesið og ég er öfundsjúk.

Engin ummæli: