Sunnudagar geta verið góðir dagar, ekki síst þegar maður hysjar upp um sig göngubuxurnar og gerir eitthvað af viti.
Ég labbaði Leggjarbrjót í gær með tveimur Flubbum og einum hundi. Flubbarnir fóru þetta á rólegu nótunum til að gera ekki útaf við mig og öll komumst við niður í Botnsdal heil á húfi óhölt. Hundurinn og ég vorum að vísu orðin framlág, bæði komin úr allri gönguæfingu og ég þar að auki með hálfsnúinn fót ásamt öðru en þetta var góð ganga á góðum degi og ég fann eitthvað af sjálfri mér aftur.
Næst væri ég til í að ganga Grindarskörðin eða Síldarmannagötur nú eða upp að Hvalvatni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli