Mér finnst hvítvín gott, kannski hef ég drukkið full mikið af því í kvöld. Of mikið til að sofa vel og lengi í nótt! Það þarf reyndar furðu lítið til þess.
Ef Tölvunarfræðingurinn hefði ekki boðið mér með á Leggjarbrjót á morgun og ef veður spáin væri ekki sæmileg og ef mig langaði ekki til að fara í GÓÐA gönguferð á morgun hefði ég hangið á því niðri í bæ fram undir morgun. Það er eiginlega kominn tími á almennilegt djamm. Sjúkraliði hvar ertu?
Kommon! hvað á það að þýða að vera að hanga þarna í Feneyjum norðursins núna.
En í trúnaði sagt, þá er hundleiðinlegt á Rex.Hundleiðinleg tónlist, og ef ekki hefðu verið svona frábærir vinnufélagar (ég hlýt að hafa drukkið töluvert) hefði ég sko ekki hangið þarna!
Tonlistargreind mín hlýtur að hafa þroskast undanfarin ár. Ég þoli varla að heyra Abba og BeGees sem var það eina sem staffinu á Rex datt í hug að hentaði fyrir gamlingjana sem voru óvart þarna í kvöld Mig dauðlangaði á Dubliners því þó staðurinn sé sjúskaður, tættur, og að hruni kominn eins og fólkið sem sækir hann er þó almennileg músík þar flestar nætur.
Ég er fjandinn hafi það farin að hallast að tónlistarsmekki yngra afkvæmisins og farin að kunna að meta djass líka. Svei mér þá!
1 ummæli:
Jamm. Mig líka.
En hvenær langar þig ekki að djamma? :P
Skrifa ummæli