,,Þegar spilið", Sjúkraliði er spil sem samanstendur af ótilgreindum fjölda spjalda sem skiptist í tvo bunka. Á öðrum bunkanum er fyrri hluti setningar en á hinum er seinni hluti hennar. Hugmyndinni stal Eilífðarneminn minn einhverstaðar og útfærið hana fyrir rúmlega tvítugar ,,gelgjur"
Hann bjó til slatta af fullyrðingum bæði lókal í klíkunni og almennum, s.s. ,,Þegar rignir.... nota ég regnhlíf" ,,Þegar ég fer í heimsókn til ömmu.... fæ ég köku sem amma bakar" ,,Þegar mér er illt í rassinum.... (óprenthæfur seinnihluti)"
Fyrri hlutinn er á einu spjaldi seinni hlutinn á öðru og svo dregur þú spjald með fyrri hluta og annað með seinni hluta. Út úr þvi getur komið setning eins og ,,Þegar mér leiðist..... blotna ég " í staðin fyrir að upphaflegu setningarnar voru ,,Þegar mér leiðist teikna ég Bubba" og ,,Þegar ég fer í sturtu blotna ég"
Ég verð bara að búa til svona spil handa þér. Það er nefnilega skemmtilegast við að búa til svona spil að maður notar lókal brandara sem enginn skilur nema sá sem fær spilið.
Hugsaðu þér alla Klepparabrandarana sem væri hægt að setja á svona.
Góða nótt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli