Ég prófaði að hjóla á tilvonandi vinnusvæðið mitt í fyrrakvöld til að sjá hvað ég verð lengi á staðin. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið! Miðað við óbreyttar forsendur, þe. að ég verði ennþá á sama stað á þessu nesi sem ég bý á og forsvarsmenn vinnustaðarins verði ekki búnir að skipta um skoðun, verð ég reyndar rúmar 10 mín að hjóla í vinnuna. Það er drjúg leið frá Hafnarfjarðarveginum inn að Smáratorgi.
Af vinnustaðarkaffistofuumræðum má draga þá ályktun að ég komi ekki til með að geta þegið hádegisverðarheimboðið sem ég sá hérna neðar á síðunni. Það er ekki reiknað með að við förum úr húsi frá mánudegi til föstudags en þá megum við væntanlega fara heim. Þarna á nefnilega að vera matsala, stærri og meiri en sú sem við höfum, líkamsrækt og allt sem þarf til að halda starfólki við efnið frá morgni til kvölds. og þar sem við förum úr 44o m2 í 880m2 verður ábyggilega pláss fyrir dínur og svefnpoka eða gestarúm úr Rúmfatalagernum við skrifborðin. En ef ég sé mér nokkuð færi á læðist ég út í dulargervi og kíki í hádegiskaffi. Alltaf gott að hafa plan fyrir áramótin 2007-2008. ;)
2 ummæli:
Mikið er ég fegin að hafa sloppið úr þessum þrælabúðum áður en þið verðið hlekkjaðar endanlega við borðin ykkar alla sólarhringinn. Ég skal lauma til þín skeið ef ég get svo þú getir mokað þér göng yfir til mín.
Takk.
Alltaf gott að eiga góða að!
Skrifa ummæli