7. júlí 2006

Helgin framundan

Aldrei þessu vant spáir heiðskýru og þurru veðri um helgina. Kannski það þaggi niður í nöldurliðinu í nokkra daga. Ég er orðin frekar þreytt á þessari síbylju um kuldan og rigninguna og ,,ekki nema fimm þurrir dagar í júní" er sagt á innsoginu. Kommon það var sól og blíða hér í dag en þetta taldist ekki ,,þurr" dagur á veðurstofunni, það voru nefnilega skúrir í nótt.
Ég er farin að dásama veðrið hástöfum þegar ég heyri þennan gamalkunna söng í vinnuni. ,,Hvað eruðið að segja, mér finnst svo frábært veður í dag, það er svo gaman að fara út að labba í rigningu" Þetta dugir til að eyðileggja móralinn og samstöðuna um veðurvælið þann daginn.
Já, eftir nokkra daga í 35 stiga hita finnst mér íslensk rigning og rok notalegt. Í gær var lágskýjað, þægilegir sumarskúrir hreinsuðu loftir og Gravarvogurinn var spegilsléttur í logninu. Það VAR gott veður! Svo er líka sumar og það felst ekki í því að sólin steiki mann í bak og fyrir, það felst í gróðirinum, birtunni, fuglalífinu og því að hiti fer upp fyrir frostmark.
En eins og ég sagði er spáð ferðaveðri um helgina en ég er ekki að finna neinn sem má vera að eða vill koma með mér í ökuferð upp um fjöll og firnindi. Kannski ég bjóði Kennaranum með mér að skoða landnámssetrið i Borgarnesi og fari lengri leiðina. Um Uxahrygg eða Kaldadal, ég þarf ekkert að segja honum frá því fyrr en það er of seint að snúa við.
Sá reyndar einhvern dásama leiksýningu sem er í landnámssetrinu í Borgarnesi og mig auðvitað dauðlangar til að sjá hana. Það er kominn tími til að vera svolitið menningar og þjóðlegur.
Ég athuga á morgun hvort ég fæ miða.

2 ummæli:

Gíslína sagði...

Uss, þú ert nú bara leiðinleg, það er búið að vera hundleiðinlegt veður hér á skerinu. Þó svo þú hafir fengið hita og sól þá fengum við hin ekkert af því. Enda er ég á leið að pakka mér niður og koma mér í hitan og sólina, búin að fá nóg af leiðinda veðri sem er ekki einu sinni hægt að reita arfa í hvað þá meir.
Gilla

Hafrún sagði...

Gíslína, ég er ALDREI leiðinleg, bara mismunandi skemmtileg!