18. júní 2006

Drykkjugöngur

Rétt eins og FÍ bíður upp á ákveðnar tegundir gönguferða, t.d. raðgöngur, morgungöngur, fjallgöngur og þessháttar bjóðum við Kennarneminn upp á svokallaðar drykkjugöngur. Í þeim er genginn amk. einn hringur kringum tjörnina og síðan gengið upp á Arnarhól með bjórinn og bakpokann. Þar erum við lausar við drykkjulæti og tóbaksreikinn sem fylgir innandyradrykkjunni.
Í 17. júní göngunni breyttum við áætlun og slepptum Arnarhólnum vegna óhóflegs magns ungra íslendinga sem voru þar og annarstaðar í miðbæ Reykjavíkur. Ég fann fyrir þó nokkrum aumingjahrolli þegar ég leit yfir þetta menningarfyribrigði okkar íslendinga og- jú ég eiginlega skammaðist mín fyrir landann. Svo leið á göngutúrinn og ég mundi eftir óeirðum og bílabrennum í París fyrr á árinu og gengjunum sem eiga það til að storma inn í lestirnar þar ,,úthverfatöffararnir" kallaði einhver það og þá áttaði ég mig á að hver þjóð á sína lágmenningu.

Þessi hámenningarlegi göngutúr okkar endaði því í fótabaði í bæjarlistverki seltirninga sem mættu athuga að lækka aðeins hitann á vatninu í listaverkinu. Eftir gott fótabað og spjall við æðarblika og máfa keyrði Kennarinn okkur heim og ég ætla að sofa laaaangt fram á dag!

Engin ummæli: