hefur allt til að bera til að verða góður dagur. Það stefnir í sólskin amk. með köflum, það bíða eftir mér tveir garðar sem ég get stússast í að vild. Sundlaugarnar opnar, hólar og hæðir í kring bjóða upp á göngutúra, Grasagarðurinn er á sínum stað og ég er þokkalega úthvíld eftir að hafa sofið nokkurnveginn heila nótt án þess að finna fyrir votti af verkjum í skrokknum. Morgunblaðið sem Blaðberinn hafði fyrir að henda inn um bréfalúguna hjá mér eldsnemma í morgun, bíður við hliðina á kaffikönnunni og ég þarf bara að passa mig á að lesa ekki of lengi til að tína ekki deginum.
Tekst mér að gera þetta að góðum degi?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli