24. febrúar 2006

Stutt og laggott

Jæja ekki entist ég lengi í safnaskoðun. Varð allt í einu svo ótrúlega sifjuð að ég dreif mig heim að sofa. Sennileg er ég ekki eins skemmtilegur félagsskapur og ég hélt fyrst ég get ekki haldið sjáflfri mér vakandi fram eftir kvöldi- og það á föstudagskvöldi.
Ég komst nú samt yfir það að skoða Sögusafnið og ég fer ekkert ofan af því að þetta safn er hreinasta snilld. Fígúrurnar eru svo vel gerðar að ég dáist að því og munkskvikindið sem maður mætir fyrstum manna þarna er svo eðlilegur að ég var á tímabili sannfærð um að hann væri einn af handverksfólkinu á staðnum. En hann deplaði ekki auga, sama hvað ég starði og þegar mér varð litið á hendurnar fór um mig hrollur yfir hvað hægt væri að gera þetta eðliðlegt og ég forðaði mér. Hendur og fætur á liðinu eru all svakalega raunverulegar, full fölar miðað við andlitin að vísu og það hefur ekki einu sinni gleymst að setja brodda á skallann á þeim krúnurökuðu.
Ég skoðaði vaxmyndsafnið í London fyrir tæpu ári síðan og þar eru ekki svona eðlilegt ,,fólk", nema auðvitað þær afskræmdu verur stukku út úr hinum og þessum skúmaskotum. Og mér til happs völdu þær sér allaf Sjúkraliðann sem skotmark!
------------

Ég er auðvitað með gleymnari einstaklingum sem ég þekki og mundi það ekki fyrr en ég var komin í Þjóðmennigarhúsið að þar er handritasýning og búin að vera lengi. Þjóðbúingurinn sem ég ætlaði að skoða var tekin niður fyrir meira en ári síðan!

Kannski finn ég einhverja dagskrá yfir þessa vetrarhátíð á morgun og athuga hvað er spennandi í boði en nú ætla ég að fara að sofa.

Engin ummæli: