3. febrúar 2006

Námskeið

Ég er námskeiðafíkill, ég viðurkenni það. Það var hringt í mig frá Kvöldskóla Kópavogs í gærk. til að minna á námskeiðið í skrautsaumi sem byrjar á mánudag. Ég sagðist auðvitað mæta þar en ef fram fer sem horfir verð ég varla fær um að snúa höfði og lifta höndum til að halda á nál þegar þetta brjálæði verður afstaðið. En ekki nóg með það, ég sótti líka um námskeið hjá Umhverfisstofnun. Námskeið sem tekur allan minn frítíma næstu tvo mánuði ef af verður.
Mig langar á námskeið í landvörslu og ég er ekki alveg tilbúin að bíða í önnur tvö ár eftir því.
Svo er eftir að sjá hvort ég kemst að á námskeiðinu en mér tókst þó að senda inn umsókn hálftíma áður en fresturinn rann út.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko mína, passaðu þig bara á að ofkeyra þig ekki, heyrist á þér að þér sért langt komin með það. Lífið er ekki bara vinna og námskeið eða hvað?