13. febrúar 2006

Létt pirruð

á blessaðri síðunni minni. Hún heldur áfram að taka af mér ráðin og skammtar mér blaðrið. Núna leyfir hún mér ekki að setja þessa frábæru mynd sem ég tók af balderingunni minni og setja hana þar sem hún átti að vera.
Ferlega fúlt.

Annars er ég buguð manneskja.
Ég dreif mig á fætur í morgun eftir góðan nætursvefn, sinnti morgunverkum eins og sturtu og hafragrautareldamennsku og var örmagna eftir þessi ósköp. Akstursleiðin upp á Höfða hlykkjaðist og teigðist í allar áttir fyrir mínum innri sjónum og stiginn í vinnunni reis í ógnvænlegri hæð í huganum. Ég sá sjálfa mig fyrir mér með göngustafina liggjandi örmagna á stigapallinum og jafnvel missa jafnvægið og velta niður aftur með ógnvænlegum afleiðingum.
Þá ákvað ég að vera heima í dag, safna kröftum, athuga hvort hálsbólgan rénaði ekki og nefrennslið stöðvaðist.
Ef einhver finnur hjá sér köllun til að eiga leið um með vínber og blómvönd verð ég viðlátin!

Engin ummæli: