Merkilegt þetta blogg dót. Maður rekst á og fer að lesa blogg hjá bláókunnugu fólki sem verður sumt punktur í tilverunni amk. þegar maður gefur sér tíma til að sinna bloggheiminum. Þegar þeir svo hverfa af sjónarsviðinu myndast örlítið tómarúm og söknuður.
Fann fyrir notalegri tilfinningu þegar ég rakst aftur á bloggara sem útskrifaði sig fyrir mörgum mánuðum en er byrjaður aftur. Mér er alveg sama þó hún skrifi ekki um neitt annað en Body Pump og kaloríur.
Ef þú skyldir rekast hérna inn þá- Velkomin aftur.
1 ummæli:
Vá, takk Hafrún.
Mikið var ég glöð að lesa þessa færslu :-)
Ég hef nánast ekkert fylgst með bloggi eftir að ég hætti sjálf í sumar.
Gaman að rifja upp kynnin við gamla kunningja :-)
Skrifa ummæli