í aldana skaut og aldrei það kemur til baka.
Það væri synd að segja að éghefði kvatt gamla árið hressilega. Vaknaði í morgun eins og undanfarna morgna undirlögð af vöðvabólgu, höfuðverk, svima og ógleði. Dreif mig samt í göngutúr í dag þegar ég var búin að keyra Tölvunarfræðingnum á vaktina í flugeldasölunni. Það var ein og ein hræða að viðra sig eða hundinn við Nauthólsvíkina í dag en að mestu leiti hafði i ég regnvotar klappir og stíga fyrir mig. Æðarfuglinn í fjörunni söng ótruflaður sitt vanalega ,,úúúúú" og ég velti því fyrir mér að finna mér útivinnu.
Heilsan lagaðist ekki þó liði á daginn en þessi atvinnusjúkdómur minn hefur verið frekar þrálátur undanfarið og olli því að í dag að ég hrindi í soninn og pabba hans og tilkynnti þeim að þar sem ég væri óvinnufær og héldi ekki lengur höfði yrðu þeir að koma og taka skurk í eldhúsinu og sópa mesta draslinu út svo við gætum borðað hér í kvöld eins og til stóð. Þeir brugðust við og mættu í eldhúsið til að bjarga því sem bjargað varð meðan ég lá rænulítil og uppdópuð undir teppi í stofusófanum fram undir kvöld. Heilsan var skárri þegar komið var undir kvöld og með ósamstilltu átaki hafðist að koma matnum á borð ekki meira en klukkutíma á eftir áætlun. Sjúkraliðinn kom með Sponsið í mat, Pictonary, Skaup og flugeldaskothríð og eins og vanalega fannst mér yndislegt þetta skotbrjálaða fólk sem lýsir upp himininn af flugeldaskothríð fyrir mig á gamlárskvöld.
Gleðiðlegt ár.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli