7. janúar 2006

8. janúar?

Ég er ekki viss en ég held að það sé kominn áttundi janúar 2006. Auðvitað get ég séð þetta með að fara inn á mbl.is nú eða bara dagsetninguna í tölvunni en þegar allt kemur til alls þá skiptir það svo sem ekki öllu máli. Ég veit að það er laugardagur og ég er mætt í vinnuna en ætla mér ekki að halda því fram að ég nenni að gera neitt. Auðvitað ætti ég að fara og hella mér upp á kaffi aftur, það sem ég bjó til áðan er svo þunt að ég get lesið tölvuskjáinn í gegnum það, bretta svo upp ermum og drífa í því sem þarf að gera. En, við sjáum nú til.
Það er gönguveður og allirs sem mér dettur í hug að draga með mér í göngutúr eftir vinnu eru sofandi og sumir á leið í vinnu um leið og þeir vakna. Allt stefnir í að ég rölti eitthvað ein og yfirgefin á eftir og ekki einu sinni með batterí í GPSinu svo ég geti klárað að læra á það.
Talandi um að læra- ég fór á síðuna hjá Endurmenntun HÍ áðan og sá ekkert sem mig langar á þar. Aldrei þessu vant!
Annars má ég ekki skoða of mikið af námskeiðsframboðinu, ég ætla á frönskunámskeið og verð að passa mig á að halda mig bara við það. Bannað að skipta um skoðun núna og það er líka bannað að skrá sig á fleiri en eitt á þessari önn. Ég ætti að vita af reynslunni að það verður bara til vandræða.

Engin ummæli: