1. desember 2005

,,Á íslensku má alltaf finna..."

Ég fékk póst í dag. Ég er nefnilega á póslistum ýmiskonar, svona til að fá einhverja hreyfingu í póshólfið mitt, og ein ferðaskrifstofan send mér póst með fyrirsögninni ,,Margar brottfarir að verða uppseldar". Það er eina bótin að þeð fylgi ferðir þessum brottförum, mér fyndist ég vera svikin í sumarfíinu ef ég fengi bara brottför, enga ferð og enga heimkomu en kannski eru ferðir og brottfarir selt sitt í hvoru lagi og nóg til af ferðum og heimferðum ennþá!
Svei mér þá ef ég skipti ekki við einhverja aðra ferðaskrifstofu næsta sumar. Verst að þessi er að bjóða ferðir sem mig langar í.

Engin ummæli: