Í dag átti að vinna aðeins en þegar ég heyrði ekki betur en þulurinn á rás tvö talaði um rafmagnsleysi á á svæði vinnuveitandans ákvað ég að ráðast á gólfin í íbúiðnni vopnuð tuskum, rýjum, sápu og bóni og þegar það er búið og búið að þurka af í hólf og gólf getur vel verið að það fari ein jólasería upp og ábyggilega ljósleiðarakransinn á útidyrnar.
Svo stefnum við mæðgur í næstu blómabúð að skoað jóla, jóla, jóla, eitthvað og ætli ég taki ekki með mér jólatúlípana í vinnuna á morgun.
Á vinnustaðnum gerði ég ritarann afturreka með forljótt gyllt viravirkisjólatré sem átti að setja á borðið hjá mér fyrir mánuði og hef fengið að vera í friði sem antijólisti síðan þá. En ég verð að leiðrétta þann misskilning ég hef ekkert á móti jólum bara hræsninni, markaðssetningunni, sölumennskunni og ofhlæði skrums og skrauts sem tröllríður öllu frá því í nóvember.
Punktur og basta.
Það er ábyggilega kominn tími á aðra umferð af bóninu!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli