20. október 2005

Langar hvað?

Mig langar heim að prjóna, sauma, orkera, sinna blómunu mínum og þurka af rykið.
Mig langar niður í Grasagarði með þykkt teppi og sofna þar út undir berum himni eftir göngutúr í garðinum.
Mig langar til að fara í sund, sitja lengi í heitapottinum og fara svo í nudd.
Mig langar til að ganga á Úlfarsfellið, í Búrfellsgjána á Hengilinn og skoða villiböð. Sitja svo inni í Þórsmörk á laugardagskvöldið í heiðskýru veðri og horfa á stjörnurnar þar sem engin rafmagnsljós valda sjónmengun.
Ég er ekki að fara að gera neitt af þessu.
Best að halda áfram að vinna.

3 ummæli:

Hafrún sagði...

Allar mínar vinnur og námskeiðin og sjálfboðaliðavinnan.
Ekkert vandamál að drífa kærasta og vinkonur með sér í Grasagarðinn og Þórsmörkina :P

Nafnlaus sagði...

Bíddu, bíddu, gleymdist að segja mér einhverjar fréttir áðan. Ert þú líka komin með kærasta????

Hafrún sagði...

Öllu má nú nafn gefa.