18. september 2005

Öll lurkum lamin

kem ég aftur heim til mín.
Farin og komin aftur úr austurferðinni, búin að smala upp um öll fjöll og fljúga á hausinn, nei annars flaug á magann og af því þar er stuðpúði til að taka af mesta höggið er ég ekki alvarlega lemstruð bara teigð og toguð eftir að reyna að koma fyrir mig höndunum í fluginu. Með strengi eftir fjallgöngurnar í gær og fjörugöngurnar í morgun og búin að ergja mig á hinu og þessu sem miður fór og því sem betur hefði mátt fara en veðrið var frábært, bæði sólskinið og hitinn í gær og rigningin og slyddan í morgun. Stórskrítið hvað veðrið er alltaf gott á Austurlandi, sama hvernig veðrið er!
Góð ferð og gott að koma heim.

2 ummæli:

Hafrún sagði...

Ó jú get sko alveg hreyft mig. Hvað viltu labba og hvenær?

Nafnlaus sagði...

Klukk