23. september 2005

Humar og lasange

Mér er boðið í humar! En ææ ég var búin að fá tilboð um lasangaeldamennsku heima hjá mér í kvöld. Eilífðarneminn minn ætlar að elda handa mér. Ætli ég geti sameinað þetta tvennt og fengið humarhalana líka?
Svo er ég að hugsa um að auglýsa eftir keðju með öklahring á öðrum endanum og stórri kúlu á hinum eða ætli það sé betra að hafa hring á báðum endum.
Ekki láta ykkur detta neitt dónalegt í hug, ég er bara að spá í að taka Vinkonu mína og hlekkja hana við skrifborðið á einum vinnustaðnum mínum. Hafa kaffikönnuna og námsbækurnar hennar á borðinu koma nettengingunni í lag og hafa hana hlekkjaða þarna við þangað til hún er búin að klára öll sín verkefni og líka að skrifa út reikningana sem hún tók að sér að skrifa fyrir mig en kom ekki í verk í vikunni af því hún á fleiri vini en mig og þeir eiga það til að sitja í 6 klukkutíma í kaffi.
Annars eru þeir varla í vandræðum með að smíða fyri mig svona vinnuþrælahlekki þarna í vinnunni, þeir smíða annað eins.
Svo þarf ég að koma frá mér klukki! !!

Engin ummæli: