24. september 2005

Dugleg í dag?

Ætla að vera ógeðslega dugleg í dag og þrífa heima hjá mér, vinna helling í eins og einni vinnu, halda frænku minni sem situr ein heima (heima hjá öðrum) einhverjum félagsskap nema Píparinn taki á sig rögg og sinni henni eitthvað, fara í handavinnubúð og róa niður þessa útsaumsþráhyggju sem er að heltaka mig núna og svo þarf ég að halda áfram með lopapeysu sem ég er byrjuð á.
Ætli ég komi einhverju af þessu í verk.
Fékk humar hjá vinkonu minni í gær og borðaði yfir mig, hvítvínið sem ég ætlaði að fá mér með humrinum var ónýtt og fór í vaskinn svo ég drakk bara Pepsi Max og það úr flottustu glösunum hennar, handskornum kristalsglösum ættuðum frá Póllandi, reyndar eru það koníaksglös en hver segir að Pepsi Max sé ekki eðaldrykkur sem eigi að drekka úr koníaksglösum.
Það væri veður fyrir göngu eða hjólatúr í dag ef verkefnalistinn væri ekki alveg svona langur.

Best að þrífa fiskabúrið þó ekki væri annað!

Engin ummæli: