Fékk upphringingu í gær og boðið með í Þórsmörkina á nýkeyptum slyddujeppa. Ég sagði já takk.
Fór í svo miklum flýti að koddinn og bjórinn urðu eftir, bjórnum var bjargað en ég er með hálsríg eftir að hafa sofið með samankuðlaða flíspeysu undir höfðinu í nótt. Höfuðverkurinn hefur ekkert með bjór, rauðvín og koníak að gera, hann er bara tilkominn út af hálsrígnum.
Verðrið var dýrlegt í Mörkinni í gærkvöld og ég hefði alveg verið til í að vera þar í nokkra daga en veðurspáin var ekki góð og vinnan bíður í fyrramálið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli