Feðgarnir slógust um að fara og taka á móti afríkuförunum í kvöld. Sá yngri hafði betur þar sem Kennarinn var örmagna eftir erfiða vinnuviku, segið svo að kennarastarfið sé auðvelt.
En Icelandair hefur aldrei haft orð á sér fyrir stundvísi og flugi seinkaði amk um klukkutíma, þar með sá vinningshafinn fram á að verða ansi seint á ferðinni utan úr Keflavík í nótt og framlágur í vinnunni í fyrramálið.
Ég fæ að vera í móttökunefndinni. Best að skreppa út i Keflavík.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli