9. júní 2005

Saltfiskur

Saltfiskurinn er kominn úr frystinum. Í kvöld bendir allt til þess að hann verði eldaður hér annað kvöld.

Ég ætlaði að byrja á þrifum- light hérna í kvöld og fara svo og æfa mig að ganga upp brekku en þá mætti maður sem þurfti að pústa og pústaði helling. Ég náttlega benti honum á að hann gæti breytt sjálfum sér en ekki öðrum. Aldrei get ég stillt mig um að ala upp fólk sem hættir sér nálægt mér.

Mig langar til Afríku.

Mig langar til að labba upp nokkrar brekkur án þess að þjást af verkjum í marga daga eða vikur eftirá.

Mig langar í jeppa og mig langar til að fara að sofa.
Að sofa er sennilega það eina af þessu er raunhæfur möguleiki.

Bætti annars við einu erindi úr Áföngum í dag.

Kögur, Horn og Heljarvík
huga minn seiða löngum,
tætist hið salta sjávarbrim
sundur á grýttum töngum.
Hljóðabunga við Hrollaugsborg
herðir á stríðum söngum,
meðan hinn óma orgelleik
ofviðrið heyr í Dröngum.

Þá eru bara fimm eftir!

Engin ummæli: