Ég labbaði á hálfa Heklu í nótt. Þindin í mér gerði upreisn strax í fyrstu brekku með tilheyrandi óþægindum, stingjum og uppkaststilhneyingum. Ég greip þvi tækifærið fegins hendi að dóla mér í rólegheitum á eftir hópnum upp að erfiðasta kaflanum, horfði á eftir þeim hverfa í þoku og rigningu og hugsaði með mér að auðvitað væri markmið í sjálfu sér að komast á toppinn en til hvers í helvítinu að leggja þetta á sig bara til að geta sagt
,,Sjáið tindinn þarna fór ég"
,,Útsýnið var að vísu ekkert,
rok og rigning, kalnir fingur,
Hvað um það við erum hetjur
á heimskulegu heljarspani"
Þegar liðið kom svo niður að bílum blautt inn að skinni og sumir svo loppnir að þeir höfðu ekki einusinni getað skrifað í gestabókina var ég hæstánægð með sjálfa mig.
Ég gerði það sem mín skynsemi bauð og það sem mér leið vel með og ég gerði það fyrir sjálfa mig, ekki aðra en ég er frekar ósátt við fólk sem ekki getur staðið með sjáfu sér og gerir eitthvað þvert á hug sinn.
Kannski hentar mér bara best að vera ein á ferð en ég á örugglega eftir að fara á Heklu og þá til að hafa ánægu af þvi, það er mitt markmið með útiveru.
Fékk frábæra humarsúpu i útskriftarveislu áðan. Sálfræðikandidatinn í fyrrverandi tengdafjölskyldunni bauð vinum, ættingjum og fyrrverandi fjölskyldumeðlimum að fagna með sér áfanganum.
Þegar ég fór úr veislunni sat fjölskyldan og skoðaði myndir af væntanlegri viðbót í hópinn. Þetta er orðin lenska, að sýna myndir úr sónarnum. Svarthvítar myndir af þriggja mánaða fóstrum eru fyrstu barnamyndirnar sem fara í fjölskyldualbúmin.
Gaman að þessu en ég held nú að það væri sama hvaða sónarmyndir fólkinu væru sýndar, þær eru allar eins og ... æi. Þau hafa gaman að þessu, tilvonandi foreldrarnir sko.
Labbað Laugaveginn og Kringluna í dag, leitaði búð úr búð að flík sem ég gæti hugsað mér að kaupa og hventaði við ákveðið tækifæri en sá ekkert svo ég held áfram búðarápi á morgun.
1 ummæli:
Það oftast skemmtilegra að hafa vini sína með þó það sé stundum frábært að vera einn með sjálfum sér á rölti en þá verður maður að vera viss um að fólk sé að fara og gera hlutina fyrir sig og sé ekki með samviskubit yfir því að svíkjast um eða svíkja einhvern.
Skrifa ummæli