26. júní 2005

Hætt að rigna

Það er greinilega hætt að rígna í bili og sólin skein á gluggann áðan þegar ég kom fram.
Ég er að hugsa um að gera einhvern helling í dag fara samt í búðaráp líka. Er að hugsa um að hlífa vinum og vandamönnum við þvi að draga þá með mér en sakna þess óskaplega að hafa ekki Tölvunarfærðinginn minn með mér. Ég er löngu farin að treysta á hana í svona málum. Það hefur oft sparað mér það að fara með föt og skila og skipta að hafa hana með. Sjúkraliðinn gerði sitt besta og kom með mér búð úr búð möglunarlaust í gær, sætti sig umyrðalaust við þess þráhyggju mína að mig vantaði flík og það ekki seinna en um þessa helgi.


Það er gaman að labba úti í rigningu, bæði á Laugaveginum og úti í móa.

Ég tíndi símanum mínum og hvar í ósköpunum er myndavélin!

Engin ummæli: