12. júní 2005

Alveg gengin upp að hnjám

Lærdómsríkur dagur þetta. Ég lærði meðal annars eftirfarandi.

1. Aldrei að treysta Kleppara á djammi til að standa við plön.
2. Maður á að hugsa sig um tvisvar áður en ákvörðun er tekin um að eyða lunganum úr deginum í bið.
3. Leiðir sem virðast stuttar frá bíl geta orðið ansi langar í bakaleiðinni.
4. Það borgar sig alltaf að leita að bílfærum vegi sem nær langleiðina að áfangastað.
5. Tólf ára gelgjur geta farið ósköp hægt yfir en hlaupa svo þess á milli.
6. Það er sennilega auðveldara að vera með tvær unggelgjur en eina með sér í gönguferðum.
7. Það er gott að hafa agn eins og heitt ,,villibað" og harðfisk til að koma smáfólkinu áfram.
8. Að taka lagið styttir gönguna helling. Sérstaklega fótgönguliða söngur eins og maður hefur bara heyrt í bandarískum bíómyndum.
9. Það er alveg hægt að syngja Áfanga með þessu móti.
10. Það er ekki langt af þjóðveginum yfir Hellisheiði yfir að Þingvallavatni.
11. Það eru margar spennandi gönguleiðir á þessu svæði.

Alltaf gott að vera vitur eftir á og þá er að bíða og vona að fæturnir hangi enn á búknum þegar ég fer á fætur í fyrramálið. Er að hugsa um að taka mér pásu frá gönguþjálfun fram á miðvkudag, allavega fram á þriðjudag.

Engin ummæli: