8. maí 2005

Toyotan

Ég keypti mér bíl um daginn. Ég sá ekki fram á að ég nennti að þrifa þann gamla (sem er reyndar yngri en sá nýi) og Kennarinn hefur haft svo mikið að gera að ég gat ómögulega verið að rella í honum að gera við og bíllinn orðinn nærri ókeyrandi!
Svo ég á kvað að selja hann bara og kaupa mér rauða Toyotu sem ég frétti að væri til sölu. Reyndar var hún til sölu af sömu ástæðum og minn bíll nema þrifin voru í góðu lagi.
Gamli bíllinn er óseldur enn en ég er búin að láta gera við hann í hólf og gólf og skola af honum mesta skítinn, saltið var reyndar svo fast á hliðunum að ég náði því ekki öllu af.
(þessi málsgrein átti að vera svona.)
Gamli bíllinn er óseldur enn en Kennarinn er búinn að gera við hann í hólf og gólf og Hafrún er búin að skola af honum mesta skítinn, ....
(Leyfum Kennaranum að eiga það sem Kennarans er)

Toyotan var meira biluð en ég gerði mér grein fyrir þegar ég keypti hana en nú er hún líka komin með flest alla hluti í lag, eftir að setja rofa í kæliviftuna svo það er eins gott að gleyma henn ekki í hæga gangi lengi og ein öxulhosa liggur í aftursætinu og bíður eftir að vera sett í.
Svo vantar mig tvö sumardekk og umfelgun áður en ég verð sektuð fyrir að keyra um á nagladekkjunum. Ef ég verð stoppuð ætla ég bara að segjast vera á leið austur á land og vitna í að í enduðum maí í fyrra hafi kafsnjóað á Öxinni. Þó syni mínum hafi ekki takist að sleppa við sekt í fyrra á þeim forsendum gæti verið að mér tækist það.
Næsta mál er svo að fá sér vinnu nógu langt að heiman svo ég geti hlustað á heilt lag í nýju græjunum sem ég er búin að leggja ofuráherslu á að fá í bílinn. Það er svo stutt í allar vinnur hjá mér að ég næ ekki að hlusta á nema hálft lag áður en ég fer út úr bílnum og til hvers eru þá nýju græjurnar. Spyr sá sem ekki veit! Reyndar klikkað ég á því að halda að hátalararnir og magnarinn sem stóðu við hliðina á græjunum niðri í hillu hjá syninum fylgdu með í kaupunum en það var ekki svo gott og ég tími ekki að kaupa það af honum lika. Geislaspilari er samt bráðnauðsynlegur. Ég verð bara að fara að fara á rúntinn til að hlusta á diskana sem ég keypti í London.



*******
Eftir að hafa rifið stólpakjaft út af vankunnáttu frændfólksins í íslensku þori ég ekki annað en fara hér inn og laga hverja einustu smávægilega innsláttarvillu sem ég sé!
Ég þarf reyndar að laga alveg helling af innsláttarvillum eftir hverja færslu, puttarnir á mér vinna stundum aðeins of sjálfstætt. Einhver sagði að þetta væri vegna þess að hægri og vinstri hendi hefðu ekki sama hraða. Ég hallast að því að það sé rétt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úff, líður eins og ég hafi verið að svindla á þér. Vona að svo sé ekki, að þú hafir fengið bíl á það góðu verði að þú hafir gert ráð fyrir smá viðgerðum. Allaveg vissum við ekki ástandið á honum. Þú hefði líka vonandi kvartað fyrst við okkur eða er það ekki???
Vona að fleira komi ekki uppá.

Hafrún sagði...

Gilla:
Oh, hvað mér finnst gaman að koma inn samviskubiti hjá fólki!
En það er óþarfi, ég reiknaði með viðgerðum, bara ekki öllum í einu. Er hæst ánægð með mína rauðu Toyotu og er meira að segja búin að fá skipti á felgunum. Kaupi mér svo tvö dekk í Hagkaup, læt gera við það sem eftir er (búið að kaupa varahluti) og stilli svo græjurnar í botn þegar ég fer austur eftir rúma viku.
Lina:
Ætli við förum ekki á bílnum á Ísafjörð í júli en ég fæ að vera DJ.