8. maí 2005

Hálsrígur og hænsnadráp

Í staðin fyrir að vera skynsöm og skríða undir sæng fór ég í tölvu og fór að skjóta hænur. Tókst að koma sjálfir mér í öll sæti á topp 5 listanum og á ekki von á mikilli samkeppni um sæti þar. Held að hálsrígurinn hafi komið af þvi að halda svona fast um skotmúsina.

Búin að vinna í allan dag og vann í allan gærdag. Það þýðir víst lítið annað en hreinsa upp það sem þarf að gera fyrir mánaðamótin ef ég ætla að vera að slæpast og leika mér tvo virka daga í þessari viku og alla síðustu vikuna í mánuðnum. Uss.
Stefnan sett norður á Strandi á fimmtudag og kem ekki heim fyrr en á mánudag aftur. Engin vinna (bara puð og púl í sjálboðvinnu), ekkert malbik, ekkert sjónvarp, ég hlakka til!

Skoðaði bloggsíður hjá frændfólkinu og get eiginlega ekki orða bundist. Er ekki hægt að ætlast til þess að krakkar í 10. bekki séu skrifandi á íslensku, skást er íslenskan hjá frænda sem er að fara að fermast en síðurnar hjá þeim eldri eru ólæsilegar. ,,vælugjói" var orð sem ég rak augun í þarna og það hjá þeirri sem ekki telst lesblind, sú lesblinda notaði orðið ,,vælukujói". Auðvitað veit ég að það er stór hluti af þessu innsláttarvillur sem fólk nennir ekki að lagfæra en annað skrifast á svo lélegan orðaforða að börnin eru næstum því ótalandi. Ég verð sjálfsagt að taka þau í gegn og hóta þeim þvi að leiðrétta allar stafsetningar villur í gestabækurnar hjá þeim ef þau taka sig ekki á, nú eða endurkrifa allt saman fyrir þau á forníslensku!

Svo held ég að það gæti farið mér vel að vera ríkisstarfsmaður.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki amalegt fyrir þig að vera í "sveitinni minni" á Ströndunum og innan um gott fólk. Skilaðu kveðju ef þú hittir einhvern strandamann.

En eitt varðandi orðaforða og stafsetningu fændfólks þíns, hvað læra þau af því að þú leiðréttir eða endurskrifir fyrir þau. Eiga þau ekki að gera það sjálf. Hættu nú að læra fyrir aðra kona góð.

Hafrún sagði...

Ég er sko ekkert að hugsa um að endurskrifa eða endursemja fyrir þau heldur benda þeim á ljóst og leynt hvar vitleysurnar eru og hvernig þau eigi að orða hlutina. Ef enginn bendir þeim á hvernig eiga þau þá að bæta sig?
Svo má alveg öfunda mig af íslenskunni :P og af Ströndunum en nei þú mátt ekki koma með Lina þú átt að vera að vinna.