29. maí 2005

Netráp og prjónales.

Búin að finna ágætis nýtinug á tímanum sem fer í að bíða eftir að síður á netinu hlaðist inn. Hef prjónana við hendina og prjóna nokkrar lykkjur eða umferðir á meðan ég bíð.
Sauðburðurinn að verða búinn með þessu áframhaldi klárast þetta, nema fáeinar eftirlegukindur, í dag og á morgn og þá er bara eftir að merkja, marka og það sem því fylgir. Gömlu hjónin eru svo samviskusöm að þau snyrta hverja klauf sem hefur hlaupið ofvöxtur í hjá því fé sem hefur staðið á of mjúku undirlagi í vetur. Þau hafa aldrei skilið hugtakið ,,að hlífa sér" og heilsan orðin eftir því.
Skrapp í Egilstaði í gær og keypti mér ís, skutlaði syninum og vinkonunni í flug í leiðinni. Alltaf svolítið sein að kveikja þegar ég sé hvaða breytingar hafa orðið á mannlífsflórunni á staðnum. Hugsa alltaf ,,bíddu nú við, hvað í ósköp....! Átta mig svo á að allt er breytingum háð bæði tímabundnum og varanlegum og spilakassar geta verið góðir til síns brúks en það er önnur saga.
Klukkan er 7:30 á sunnudagsmorgni, ekki nema þriggja stiga hiti en blankalogn og fjörðurinn spegilsléttur í sólskininu,
Ég slapp við næturvaktina í nótt og ætti auðvitað að vera úti, hvorki hanga inni í tölvunni eða í myrkrinu í fjárhúsunum nema ég nauðsynlega þyrfti....

--------------------
Ég er eins og svo margur annar ,,meiri í orði en á borði" og þegar tövan frýs áður enég get smellt á Publish hleypur í mig þrjóska og ég skrifa allt upp aftur en í þetta skipi fyrst í WordPad.
Svoer komin hafgola og mig farið að sifja, búin að taka á móti ungviðinu sem var að koma í heiminn síðustu þrjá klukkutímana og ekkert meira væntanlegt í bili svo ég ætla bara að leggja mig aftur. Sumarfrí eru til þess að slappa af ekki satt?

Engin ummæli: