19. maí 2005

Hvítasunnan

Ég ólst upp í sveit og þar var einvher slatti af kindum. Ein hét Sunna og gimbur undan henni fékk nafnið Hvítasunna.
Datt það bara svona í hug.
Annars fór ég í ferðalag um hvítasunnuna.

*Sat í bíl langa leið og helling af henni á slæmum vegum.
*Sat í bíl með bílstjóra sem var hvað eftir annað við það að bremsa bílnum út af veginum.
*Tók við að keyra seinnihlutann af heimleiðinni.
*Farþegarnir ríghéldu sér og dottuðu ekkert eftir að ég tók við akstrinum, ekki heldur sá sem var nýbúinn að sofna undir stýri.
*Hitti helling af skemmtilegu fólki.
*Tókst að láta það sem ekki var skemmtilegt fara inn um annað og út um hitt.
*Var svo heppinn að sumir ferðafélagar fundu sér áhugamál og ég þurfti ekki að rífa kjaft við þá.
*Rifjaðu upp Áfanga og smávegis í öðrum ljóðum.
*Eldað plokkfisk.
*Skúraði, skrúbbaði, bónaði og vaskaði upp.
*Málaði grindverk og glugga.
*Prílaði upp á þak og negldi hænsnanet yfir torfið á því.
*Skipaði fólki fyrir hægri vinstri og sumir hlýddu mér en bara þegar þeim hentaði.
*Fór í sund í sundlaug sem var eins og slýpollur í fjöruborði.
*Lagaðist og versnaði af vöðvabógunni á víxl. Það er ekki gott að sitja svona lengi í bíl.
*Drakk slatta af bjór, rauðvíni og hvítvíni en átti samt fyrningar.
*Kóaði engann alvarlega.
*Varð mér úti um boð í jeppaferð seinna í sumar.


Ég held ábyggilega áfram að pota mér í allar þær vinnuferðir sem ég mögulega kemst í þó ég þurfi að vaska upp og elda í þeim.

Engin ummæli: