Ég átti erindi inn í einn stofuskápinn áðan. Þennan sem vínbirgðir heimilisins hrannast upp í. Mér varð eiginlega um og ó, það er ekkert pláss fyrir meiri toll þar ég næ ekki að drekka hann upp milli utanlandsferða. (1x á ári)
Ég held það sé best að draga úr yfirlýsingum um fyrirhugaða drykkju í næsta ferðalagi og viðurkenna að ég er lítil og léleg drykkjumanneskja og meiri í orði en á borði. (það vita það nú kannski allir sem þekkja til, ég hef þó stundum reynt)
Það bylur hæst í tómri tunnu og fæst orð hafa minnsta ábyrgð og .. ég man ekki fleiri málshætti í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli