19. mars 2005

Uppfinning andskotans

Er farin að hallast að þvi að Bloggið sé uppfinning andskotans. Hér sit ég með nefið í tölvuskjánum og les bloggsíður út og suður, athuga meira að segja hvað afkvæmið hefur sagt nýlega og tíminn flýgur frá mér. Ég sem æltaði að klára eitthvað af listanum endalausa í kvöld.
Kíkti annars á skattaskýrsluna áðan og þetta er náttlega hrein snilld. Bara smella á senda og skattaskýrslan frá.

Engin ummæli: