Sat niðri í Laugum í dag í hitasvækju og svitnaði heil ósköp. Gleymdi auðvitað að fara í apótekið og kaupa verkjatöflur en held að hitinn þarna hafi slegið svo á vöðvabólguna að höfðuverkurinn rjátlaðist af mér meðan ég horfið á sundfólkið hita upp og keppa.
Keppni milli einstaklinga var ekki hörð, keppni hvers og eins við fötlunina og fyrir sjálfan sig var hörðust.
Þau komu öll í mark, sum með einn aðstoðarmann með sér einn var með tvo en synti sína fimmtíu metra og geislaði af ánægju þegar hann kom í mark.
Allir fengu verðlaunapening og öll eiga þau skilið verðlaun því hvert og eitt þeirra er sigurvegari og þeirra sigrar eru stærri en nokkurra annara íþróttamanna.
Þrír færeyingar, ósköp smár hópur komin langt að kom við hjartað í mér. Fannst þeir eitthvað svo umkomulausir en jafnframt svo ánægjulegt að þeir skuli eiga þess kost að taka þátt.
Styrktaraðilarnir ss. Rúmfatalegerinn, Icelandair og Actavis eru örugglega ekki að styrkja þetta félag vegna auglýsingagildisins því ekki voru svo margir þarna fyrir utan þjálfara og nánustu ættingja keppendanna og ef fjölmiðlar voru á staðnum hefur það farið framhjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli