26. mars 2005

Rigning og rok

Það er rigning og rok ég er tvístígandi. Á ég að fra út að labba eða á ég að vefja mig inn í sængina mína í stofusófanum með handavinnuna eða horfa á síðustu myndina í Hringadróttinssögu. Ég sá hana í bíó, sá þær reyndar allar þrjár á maraþonsýningu en á hana líka á DVD og ætlaði að hafa heimabíó eitthvert kvöldið (eða daginn). Þá man ég það krakkarnir panta fjölskyldubíó með þessari mynd þá svo það þarf að finna tíma sem hentar öllum.
Labbaði á Trölladyngu í gær, náðum að skokka þar upp undir kvöld og fukum svo niður rétt fyrir myrkur í gærkvöld. Lambafellsgjáin var sett á bið.
Átti svo að taka daginn í dag með trompi (og morgundaginn og mánudaginn) en... æ ég sé til.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jamm, bara mikið pínulítið, við skulum ekki gera neitt lítið úr því en þetta var skrifað áður.
Geysp.
Hafrún.