Gamlar frænkur með uppkomin börn og enga kalla til að eyða tíma sínum í eru sívinsælar barnapíur. Ég og sjötug móðursystir mín eigum þetta sameiginlegt. Mjög vinsælar þegar skella á kennaraverkföll og lengri utanlandsferðir.
Síðastliðið vor fórum ég og ung frænka mín í helgarferði í Landmannalaugar og síðan beint í sveit til að stússast sauðburði í viku meðan foreldrar hennar skruppu til Hollands. Einhverntíma í vetur spurði hún svo mömmu sína hvert til útlanda hún ætlaði meðan við færum í sauðburðinn í vor!
Ég sé mína sæng uppreidda þetta vorið.
Annars er ég á leiðinni á íslandsmót Íþróttafélags fatlaðra í sundi með þessari frænku minni í dag og hún veður sennilega á mínum vegum í kvöld og í nótt. Það væri í þokkalegu lagi er ég hefð ekki vaknað með logandi hausverk og stífan háls af vöðvabólgu í morgun.
Best að koma við í apóteki á leiðinni á sundmótið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli